Súkkulaði múslí uppskrift sem er nærandi og ótrúlega bragðgott.
Þetta múslí er alveg dásamlega gott með jógúrti. Ég elska súkkulaði hafrajógúrtið að grískum hætti frá Veru. Það er án mjólkurvara og er vegan.
Súkkulaði jógúrt og súkkulaði múslí, en ekkert af því óhollt, bara nærandi og holl næringarefni. Dökkt súkkulaði er nefninlega mikil ofurfæða þar sem það inniheldur svo mikið af andoxurnarefnum og plöntunæringarefnum. Múslíið inniheldur einnig fræ, möndlur, hafra og þurkaða ávexti. Það þarf ekki að baka múslíið, bara blanda öllu saman í skál og geyma svo í lokuðum umbúðum.
Súkkulaði múslí uppskrift
- 300 g grófir hafrar
- 100 g kasjúhnetur
- 80 g möndluflögur
- 150 g þurrkuð trönuber
- 50 g þurrkaðir bananar
- 100 g sólblómafræ
- 80 g graskersfræ
- 50 g hörfræ
- 100 g saxað dökkt súkkulaði
Borið fram með Hafrajógúrti að grískum hætti með kaffi og súkkulaði.
Aðferð
- Setjið allt saman í skál og blandið saman.
- Geymið í loftþéttum umbúðum við stofuhita.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar