Sumarlegt kjúklingasalat með mozzarella, hráskinku og gulri melónu sem þú átt eftir að elska.
Þetta salat hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér upp á síðkastið, það er svo ferskt og ljúffengt. Bragðmikla kryddjurta salatdressingin gerir bara allt gott! Mér finnst best að nnudda hana vel inn í salatið svo hún þekji allt vel og skili miklu bragði inn í hvern bita.
Serrano skinkan og gula melónan passa svo dásamlega vel með ferska salatinu og kryddaða kjúklingnum. Spretturnar frá Vaxa og radísurnar gefa svo fallegan lit og bragð en spretturnar eru svo ríkar af næringarefnum að þær eru allra meina bót. Ég borða sprettur á hverjum einasta degi með allskyns mat, t.d. ofan á eggin mín á morgnanna, með föstudags pizzuni, inn í samlokuna, sem topping ofan á súpuna og auðvitað í salatið.
Ég hef verið að nota vörurnar frá Vaxa í mörg ár og er ég ótrúlega hrifin af þeim.
Vaxa er ótrúlega flott íslenskt fyrirtæki sem ég er svo stollt af vera að vinna með. Það sérhæfir sig í að rækta ferskt, næringarríkt, gæða grænmeti í hreinu umhverfi án varnar- og eiturefna. Það er því engin þörf á að skola grænmetið áður en maður borðar það.
Ræktunarstöð Vaxa er á höfuðborgarsvæðinu og því stuttur akstur með vörurnar í margar búðir á höfuðborgarsvæðinu og því kolefnisfótspor varanna lítið. Það þýðir líka að vörunar sem við erum að kaupa í búðunum eru eins ferskar og þær gerast. Þær endast því lengur þegar heim er komið og eru næringarríkari.
Vaxa ræktar plötunar sínar í vatni sem gerir það að verkum að það þarf allt að 93% minna vatn til að rækta plöntunar miðað við hefðbundna ræktun. Vaxa leggur líka upp úr því að hafa skammtastærðirnar réttar í pökkunum og minnka þar með matarsóun.
Þú finnur Vaxa í Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup.
Sumarlegt kjúklingasalat með mozzarella, hráskinku og gulri melónu
- 900 g kjúklingalæri
- 1 msk kjúklingakryddblada
- 90 g salatblanda frá Vaxa
- 50 g babyleaf frá Vaxa
- 1/4 gul melóna
- 1/2 agúrka
- 60 g serrano skinka
- 180 g mozzarella litlar kúlur
- 3-4 radísur
- 15 g radísu og sólblóma sprettur frá Vaxa
Kryddjurta salatdressing
- 7 g steinselja frá Vaxa
- 7 g dill frá Vaxa
- 1 dl extra virgin ólífu olía
- 1 hvítlauksgeiri
- 1 tsk dijon sinnep
- 1 tsk hunang
- salt
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Setjið kjúklingalærin á smjörpappírsklædda ofnskúffu og kryddið vel með kjúklingakryddblöndu, bakið inn í ofni í 35-40 mín eða þar til þau eru bökuð í gegn.
- Útbúið salatdressinguna með því að skera niður smátt steinselju og dill. Setjið í krukku ásamt ólífu olíu, smátt söxuðum hvítlauk, dijon sinnepi, hunangi og salti. Lokið krukkunni og hristið vel saman.
- Setjið í skál salatblöndu og babyleaf, rífið salatið svolítið niður.
- Skerið niður gula melónu og agúrku í litla bita og bætið út í skálina, hellið dressingunni yfir og blandið öllu vel saman. Setjið á fallegan disk.
- Dreifið yfir serrano skinku, gott að rífa hana aðeins niður í smærri bita, dreifið mozzarella kúlum yfir. Notið ostaskera eða mandolín til að skera radísurnar smátt niður og dreifið yfir. Dreifið að lokum sprettum yfir.
- Skerið kjúkliginn niður og leggið yfir salatið.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar