Linda Ben

Sumarlegur ostabakki með innbökuðum jarðaberja brie

Recipe by
30 mín
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín

Ég fýla ostabakka ótrúlega vel og er það yfirleitt það fyrsta sem ég sting upp á þegar einhver biður um hugmynir að forrétt, eftirrétt eða partýrétt. Það er fátt betra og sumarlegra en stór, ferskur og girnilegur ostabakki með rósavínsglasi.

Þessi ostabakki er að flestu leyti hefðbundinn nema hér bar ég innbakaðan brie með. Ég bakaði brie-inn í smjördeigi með jarðaberjasultu, alveg dúndur góður og sló rækilega í gegn!

bakaður brie í smjördeigi, bakaður camembert, ostabakki uppskrift

bakaður brie í smjördeigi, bakaður camembert, ostabakki uppskrift

bakaður brie í smjördeigi, bakaður camembert, ostabakki uppskrift

Ég hef áður gert ostabakka hér á blogginu og þú getur lesið þá uppröðun hér.

bakaður brie í smjördeigi, bakaður camembert, ostabakki uppskrift

Ostabakki:

  • Hvít og blámygluostur
  • Kastali (hvítmygluostur)
  • Innbakaður brie með sykurlausri jarðaberja sultu (uppskrift hér fyrir neðan)
  • Melba toast eða annað kex
  • Jarðaber
  • Brómber
  • Græn vínber
  • Grænar ólífur
  • Chorizo
  • Hráskinka

 

bakaður brie í smjördeigi, bakaður camembert, ostabakki uppskrift

bakaður brie í smjördeigi, bakaður camembert, ostabakki uppskrift

bakaður brie í smjördeigi, bakaður camembert, ostabakki uppskrift

Innbakaður brie með sykurlausri jarðaberjasultu:

  • Brie
  • Smjördeig
  • Jarðaberja sulta
  • Egg

Aðferð:

  1. Afþýðið eina lengu af smjördeigi.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  3. Fletjið það út svo það stækki örlítið (svo það nái utan um brie).
  4. Setjið olíu í eldfast mót.
  5. Skerið brie ostinn í tvennt (þvert), setjið neðri hlutann af ostinum ofan á smjördeigið, setjið góða matskeið af sultu á ostinn og setjið efri partinn af ostinum létt ofan á, setjið aðra góða matskeið af sultu yfir.
  6. Takið í hornin á smjördeiginu og klípið þau saman yfir ostinum eins vel og hægt er (ekki klessa hornin ofan í ostinn, þá sekkur smjördeigið ofan í sultuna og festist ekki saman), hornin geta losnað í ofninum, eins og gerðist hjá mér en það er í góðu lagi og að mínu mati mjög fallegt.
  7. Setjið ostinn í eldfast mót.
  8. Hrærið egg saman í skál og penslið eggi á smjördeigið.
  9. Bakið inn í ofni í um það bil 20 mín eða þar til deigið er orðið vel púffað og byrjað að brúnast.

bakaður brie í smjördeigi, bakaður camembert, ostabakki uppskrift

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

One Review

  1. Ragnhildur Hannesdóttir

    Próraði innbakaða brie ostinn í boði hér um daginn, allir mjög hrifnir, hann er æði, takk fyrir mig.
    Veit ekki hvernig þú flokkar stjörnurnar en ég gef þessu fullar stjörnur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5