Linda Ben

Þorskur í rjómalagaðri hvítvínssveppasósu

Recipe by
30 mín
| Servings: 5 manns

Þorskur í rjómalagaðri hvítvínssveppasósu.

Ljúffengur réttur sem er einstaklega bragðgóður og djúsí. Maðurinn minn hrósaði þessum rétt mikið og sagði að hann líktist helst pastarétt, svo djúsi og góður var hann. Mér finnst það mikið hrós og verð því að láta það fylgja hér með.

Þorskur í rjómalagaðri hvítvínssveppasósu

Þorskur í rjómalagaðri hvítvínssveppasósu

Þorskur í rjómalagaðri hvítvínssveppasósu

  • 1000 g Þorskshnakkar
  • 2 msk smjör
  • 250 g sveppir
  • 2 hvítlauksrif
  • Lítið búnt ferskt timjan
  • 1 msk gróft sinnep
  • 1-2 dl hvítvín
  • 2 ½ dl rjómi
  • 100 g rifinn ostur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Setjið 1 msk af smjöri á pönnuna og steikið fiskinn mjög létt á báðum hliðum, bara rétt til að loka honum en ekki elda í gegn. Takið af pönnunni og geymið.
  3. Skerið sveppina niður i sneiðar og steikið þá upp úr smjöri þar til mjúkir í gegn. Rífið niður hvítlaukinn og setjið út á pönnuna.
  4. Klippið niður ferskt timjan og bætið út á ásamt grófu sinnepi, blandið öllu saman.
  5. Bætið út á pönnuna hvítvíni og rjóma, sjóðið saman í 1-2 mín og setjið svo fiskinn út á pönnuna. Dreifið rifnum osti yfir og bakið inn í u.þ.b. 20 mín eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn og osturinn er bráðnaður.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Þorskur í rjómalagaðri hvítvínssveppasósu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5