Linda Ben

Þurrkaðar ananassneiðar – heimatilbúið kökuskraut sem má borða

Recipe by
| Servings: U.þ.b. 15-20 sneiðar

Þurrkaðar annassneiðar eru svo fallegt ætt kökuskraut sem hægt er að nota á marga vegu. Sneiðarnar líkjast einna mest blómum og er ég oft spurð hvaða blóm ég er að nota til að skreyta kökurnar, og verður fólk alltaf jafn hissa þegar ég segi þeim að þetta sé þurrkaður ananas og þau mega borða skrautið.

Það er til dæmis er fallegt að skreyta marengstertur með þurrkðu ananassneiðunum, hægt er að leggja eina ananassneið ofan á bollaköku og gera þær rosa fallegar. Það er mjög fallegt að skreyta kransakökur með ananassneiðum eing og ég geri hér og örugglega fullt fleira! Til dæmis brauðtertur.

Það er frekar einfalt að útbúa sneiðarnar en maður byrjar á því að flysja ananasinn. Best er að taka hörðu nálarnar (sem eru hluti af börkinum en fara ekki með því að skera börkinn af nema skera talsvert af kjötinu líka) með litlum hníf, þannig myndast ójafnt yfirborð á ananasnum sem gerir það að verkum að ananassneiðarnar líkjast blómum eftir þurrkun.

Rice krispies súkkulaði kranskakaka

Þurrkaðar ananassneiðar – heimatilbúið kökuskraut sem má borða

  • Ferskur ananas

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 110°C, blástur.
  2. Skerið toppin og botninn af ananasnum. Látið ananasinn standa upp á skurðarbretti og skerið börkinn af ananasnum, niður með fram ananasnum. Fjarlægið hörðu nálarnar sem eftir verða með litlum hníf með því að stinga inn í kjötið hliðiná nálinni og toga hana út.
  3. Leggið ananasinn þvert á skurðarbretti og skerið ananasinn í örþunnar sneiðar.
  4. Setjið smjörpappír á ofnplötu og raðið ananassneiðunum á plötuna. Bakið í 1 1/2 klst, snúið svo ananassneiðinum og bakið áfram í 1 1/2 klst.
  5. Takið út úr ofninum og þrýstið hverri sneið ofan í bollakökuálbakka svo sneiðin verði kúpt. Leyfið sneiðunum að kólna þar ofan í og harðna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

þurrkaðar ananassneiðar - heimatilbúið kökuskraut - skraut sem má borða

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5