Klassískur og afar frískandi gin kokteill með sítrónu safa sem er afskaplega einfalt að smella í. Fullkominn hvort sem fordrykkur eða eftir góða máltíð.
Tom Collins kokteill
- 60 ml Dry Gin
- 30 ferskur sítrónu safi
- 20 ml einfalt sykur síróp
- Sódavatn
- Sítrónusneiðar
Aðferð:
- Setjið gin, sítrónu safa og sykur síróp í hátt glas, fyllið glasið af klökum.
- Fyllið upp glasið með sódavatni og skreytið með sítrónu sneiðum.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Ykkar, Linda Ben
Category: