Linda Ben

Túnfiskasalat með mexíkósku ívafi

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ORA

Túnfiskasalat með mexíkósku ívafi er ótrúlega gott tvist á klassíska túnfiskasalatið. Það saman stendur af túnfiski í chilísósu, eggjum, gulum baunum, kóríander, agúrku og papriku.

Ótrúlega gott á súrdeigsbrauðið eða bara hvað sem þér finnst gott að borða með túnfiskasalati, til dæmis vefju eða hrökkkexi.

Ef þú ert að leita að hugmyndum um að góðu nesti, þá er þetta túnfiskasalat að fara slá í gegn. Það geymist vel í kæli og hægt að bera það fram á marga mismunandi vegu.

Túnfiskasalat með mexíkósku ívafi

Túnfiskasalat með mexíkósku ívafi

Túnfiskasalat með mexíkósku ívafi

Túnfiskasalat með mexíkósku ívafi

Túnfiskasalat með mexíkósku ívafi

  • 4 egg
  • 1 dós (185 g) túnfiskur í chilísósu frá Ora
  • 1/3 ágúrka
  • 1/2 rauð paprika
  • 35 g kóríander
  • 140 g gular baunir
  • 1 1/2 dl majónes
  • Salt & pipar
  • 1/4 tsk paprikukrydd

Aðferð:

  1. Harðsjóðið eggin (sjóðið í 10 mín), kælið þau og takið skurnina af þeim. Skerið í litla bita með eggjaskera.
  2. Opnið dósina með dúnfiskinum og hellið mestu sósunni af túnfiskinum. Setjið í skál ásamt eggjunum.
  3. Skerið agúrkuna þvert og kjarnhreinsið. Skerið svo niður í bita og bætið út í skálina ásamt smátt saxaðri papriku, smátt söxuðu kóríander, gulum baunum og mæjónesi. Kryddið með salti, pipar og paprikukryddi. Blandið öllu vel saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5