Linda Ben

Uppáhalds kjúklingasalatið með sætum kartöflum og döðlum

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Ísam | Servings: 4 manns

Þetta kjúklingasalat er í algjöru uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni. Ég smelli líka reglulega í þetta salat þegar við erum með matarboð og það slær alltaf í gegn! Það klikkar svo ekki að ég er beðin um uppskriftina af því og því ákvað ég að mynda salatið um daginn og deila með ykkur líka.

Ég vona innilega að þið eigið eftir að fýla þetta salat jafn vel og við.

Uppáhalds kjúklingasalatið með sætum og döðlum

Uppáhalds kjúklingasalatið með sætum og döðlum

Uppáhalds kjúklingasalatið með sætum kartöflum og döðlum

  • 800 g kjúklingalæri
  • Kjúklingakryddblanda
  • Sæt kartafla (meðal stór)
  • 1 msk ólífu olía
  • U.þ.b. 100 g Salatblanda/Romain salat
  • 1 mangó
  • 1 rauð paprika
  • 1/2 agúrka
  • 250 g litlir tómatar
  • 1 dl saxaðar döðlur
  • 1 msk furuhnetur

Sæt sinnepssósa

  • 1 dl mæjónes
  • 2 tsk Mielle hunangs dijon sinnep
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1 msk ferskt oreganó eða 1 tsk þurrkað oregano krydd
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að krydda kjúklingalærin vel. Mér finnst best að grilla kjúklingalærin en það er líka hægt að baka þau inn í ofni við 200°C, undir og yfir hita í 30 mín eða þar til þau eru elduð í gegn.
  2. Flysjið sætu kartöfluna og skerið í bita. Raðið í eldfastmót og setjið ölítið af ólífu olíu og salti yfir. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 25 mín eða þar til orðið mjúkt í gegn.
  3. Útbúið sósuna á meðan kjúklingurinn og sætu kartöflurnar eldast. Setjið mæjónesið í skál ásamt hunangs dijon sinnepi, sítrónu safa. Rífið hvítlauksgeirann út í kryddið með oreganó, salti og pipar. Hrærið öllu saman.
  4. Skerið salatið, paprikuna, agúrkuna, og tómatana í bita og setjið í skálina ásamt döðlum og sætu kartöflubitunum
  5. Hellið sósunni út á salatið og blandið vel saman. Setjið salatið á fallegan disk og dreifið furuhnetunum yfir. Skerið kjúklingalærin niður og raðið þeim ofan á salatið.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Uppáhalds kjúklingasalatið með sætum og döðlum

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5