Uppskriftabókin Kökur eftir Lindu Ben
Kökur er mín fyrsta uppskriftabók en í henni leynast allskonar uppskriftir af kökum og bakkelsi sem flest allir ættu að geta leikið eftir. Í öll þessi ár sem ég hef haldið úti þessari uppskriftasíðu hef ég haft það bak við eyrað að einn daginn myndi ég gefa út uppskriftabók.
Nýtt – endurbætt – klassískt
Sumar af uppskriftunum sem finnast í bókinni hef ég því geymt hjá mér í mörg ár og aldrei opinberað fyrr en núna í bókinni. Sumar uppskriftirnar eru glænýjar, sumar eru endurbætt útgáfa af þeim sem hafa verið opinberaðar áður hér á síðunni en einnig leynast nokkrar klassískar “Lindu Ben kökur” í bókinni sem eru einfaldlega of góðar og mörgum þykir gott að hafa útprentaðar í bók (eins og til dæmis þessi hér).
Komin í forsölu
Þú getur keypt áritað eintak af bókinni í forsölu hér.
https://www.fullttungl.is/kokur
Bókin kemur í búðir 20. nóvember.
–
Þakkarorð
Að þessu verkefni komu margar hendur og hefði þessi bók aldrei orðið að veruleika ef ég hefði ekki haft allt þetta frábæra fólk á bak við mig sem lagði fram hjálparhönd. Við það langar mig að segja TAKK!
Sérstakar þakkir fá:
Mamma – Þú ert ofurkona! Þú ert alltaf til í hjálpa og getur ALLT! Þú ert ástæðan fyrir því að mér þykir svona skemmtilegt að baka, takk fyrir að leyfa mér að leggja eldhúsið í rúst þegar ég var lítil og langaði að baka. Takk fyrir alla hjálpina sem þú veittir mér þegar við vorum að gera bókina, allar kökurnar sem þú aðstoðaðir við að baka, brauðréttina sem þú græjaðir og allar hugmyndirnar, þær eru þær allra dýrmætustu og væri ég ekki á þeim stað sem ég er nema fyrir þig.
Ragnar – Takk fyrir að standa svona við bakið á mér alltaf! Vera með nýjar hugmyndir alltaf á takt einum og vera svona útsjónasamur þegar maður lendir á vegg, allir vegir eru færir með þér! Svo ertu líka alveg hrikalega hjálpsamur og þolinmóður fyrir öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Mér hefði aldrei dottið neitt af þessu sem ég er að gera í hug nema afþví að ég er með þig mér við hlið. Þú ert ástæðan fyrir því að ég er að gera það sem ég er að gera.
Þórdís – Alltaf hefur mig dreymt um að vera með framlengingu af sjálfri mér þegar ég er að vinna, þegar ég kynntist þér rættist sá draumur. Hversu oft á meðan við vorum að vinna bókina sögðum við “vá, ég var einmitt að hugsa það sama!” eða ég labbaði inn í studioið og þú varst búin að stilla upp eins og ég hefði gert, nema ég gaf þér engar leiðbeiningar, þú ert ótrúleg! Algjörlega frábært að vinna með þér. Takk fyrir allt saman, þessi bók væri ekki helmingurinn af því sem hún er nema fyrir þig.
Ég er þaulvön því að taka myndir af mat en þegar það átti að taka myndir af mér fékk ég með mér herlið af hæfileikaríkum konum mér í lið til þess að myndatakan myndi ganga smurt fyrir sig.
Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir
Hár: Katrín Sif Jónsdóttir
Förðun: Sara Dögg Johansen
Stílistar: Hulda Halldóra Tryggvadóttir og Eva Katrín Baldursdóttir
Neglur: Karen Ósk Þorsteinsdóttir á Nærvera
Kökudiskur: Embla Sigurgeirsdóttir
Hér leyfi ég nokkrum myndum úr bókinni að fylgja til að gefa ykkur smjörþefinn af því sem þið munið finna í bókinni. Einnig mæli ég með að fylgjast vel með á Instagram, en ég baka reglulega upp úr bókinni í story þar.