Þessar vanillu bollakökur með bleiku smjörkremi eru svo svakalega góðar. Þær eru afskaplega einfaldar að gera þar sen þær eru útbúnar úr vanillukökumiixinu mínu og svo smjörkremblöndu frá Dr. Oetker.
Kremið er litað bleikt með matarlit frá Dr. Oetker og skreyttar með pastel perlum og gulum páskaliljum.
Vanillu bollakökur með bleiku smjörkremi
- Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda frá Lindu Ben
- 3 egg
- 150 g smjör/bragðlítil olía
- 1 dl vatn
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
- Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
- Setjið pappírsbollakökuform í bolllakökuálbakka. Setjið deig í formin þannig þau fyllist um helming þar sem deigið lyftist mikið í ofninum. Bakið í u.þ.b. 15 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
- Kælið kökurnar að stofuhita og útbúið kremið á meðan.
Bleikt smjörkrem
- 400 g mjúkt smjör
- 2 pakkar (460 g) Smjörkremsblanda frá Dr. Oetker
- 1 tsk bleikur matarlitur frá Dr. Oetker
- Pastel perlur kökuskraut frá Dr. Oetker
Aðferð:
- Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst.
- Bætið smjörkremsblöndunni saman við og hrærið þar til létt og loftmikið.
- Bætið matarlitnum út í og hrærið saman.
- Setjið deigið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút, sprautið einn hring af kremi á hverja köku.
- Skreytið með blómum og pastel perlum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: