Þessa sumarlegu köku þarft þú að smakka. Hún er fersk og afskaplega ljúffeng, svo er hún líka svo bleik og sæt sem skemmir ekki fyrir.
Ég notaði Lindu Ben vanillukökumixið mitt sem ég elska og er svo ótrúlega stolt af. Ég elska að fá frá ykkur skilaboð og heyra hvað ykkur finnst um kökumixin mín. Ég er svo þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur sem kökumixin hafa fengið. Þau eru fáanleg í öllum Krónuverslunum um land allt og eru væntanleg í ennþá fleiri verslanir fljótlega.
Er þú búin/n að prófa vanillukökumixið?
Vanillukaka með jarðaberja fyllingu og beiku berjakremi
- Ljúffeng vanillukaka Lindu Ben – Þurrefnablanda
- 3 egg
- 150 g brætt smjör /150 ml bragðlítil olía
- 1 dl vatn
- 250 g jarðaber (skipt í 100 g og 150 g og notað 2x í uppskriftinni)
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Setjið þurrefnablönduna í skál ásamt, eggjum, bræddu smjöri og vatni og hrærið saman.
- Skiptið deiginu á milli 2 20 cm smurðra smelluforma og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
- Kælið botnana og skerið u.þ.b. 100 g af jarðaberjum smátt niður.
Bleikt berjakrem
- 400 g mjúkt smjör
- 500 g flórsykur
- 150 g frosin hindber og jarðaber (ég gerði 75 g hindber og 75 g jarðaber)
Aðferð:
- Afþýðið berin í örbylgjunni, setjið þau í sigti og kremjið úr þeim safann í glas.
- Þeytið smjörið mjög vel þar til það er orðið mjög mjúkt og ljóst. Setjið þá flórsykurinn út í og þeytið áfram þar til mjög mjúkt.
- Hellið berja safanum út í skálina og þeytið saman við.
- Smyrjið 1/3 af kreminu á neðri botninn, setjið niðurskornu jarðaberjin ofan á kremið og setjið hinn botninn ofan á. Smyrjið þar sem eftir er af kreminu á kökuna. Skreytið með heilum jarðaberjum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: