- Vegan grænmetislasagna með ostasósu
Vegan grænmetislasagna með ostasósu
- 2 msk ólífu olía
- 1 laukur
- 250 g sveppir
- 4-6 gulrætur
- 1 zucchini
- 1 paprika
- 2-3 hvítlauksgeirar
- 1 msk ítölsk kryddblanda
- Salt og pipar
- Sacla vegan ostasósa 350 g
- Sacla vegan bolognese sósa 350 g
- 75 g spínat
- Lasagna plötur (u.þ.b. 12 stk)
- Vegan parmesan ostur
- Ferskt basil
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Steikið grænmetið á pönnunni upp úr olíu þar til það byrjar að mýkjast. Bætið salti, pipar og ítalskri kryddblöndu saman við.
- Setjið ostasósuna og spínat í pott, leyfið að malla við vægan hita þar til spínatið er orðið mjúkt.
- Setjið 1/3 af bolognese sósunni í botninn á u.þ.b. 20×30 cm eldföstuformi, lasagna plötur ofan á það og 1/2 af ostasósunni. Setjið helminginn af grænmetinu ofan á og lasagneplötur næst ofan á. Setjið restina af ostasósunni ofan á og restina af grænmetinu. Setjið 1/3 af bolognese sósunni ofan á og svo lasagna plötur, setjið restina af bolognese sósunni yfir.
- Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30 mín eða þar til lasagneplötuturnar eru orðnar mjúkar í gegn.
- Berið fram með vegan parmesan osti og ferskri basilíku.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar