Linda Ben

Vegan grænmetisvefjur

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Hér höfum við ljúffengar grænmetisvefjur með próteinríkum ristuðum kjúklingabaunum og grænmeti í hollri og góðri mangó-karrý hafraskyrssósu.

Sósuna má svo nota með fjölmörgum mat til dæmis grill mat, grilluðu grænmeti, á búddaskálina og margt fleira.

Vegan grænmetisvefjur

Vegan grænmetisvefjur

Vegan grænmetisvefjur

Vegan grænmetisvefjur

  • Vefjur
  • 300 g kjúklingabaunir
  • 1 msk taco kryddblanda
  • 150 g hafraskyr lime & kókos frá Veru Örnudóttir
  • 3 msk mangó chutney
  • 2 tsk karrý
  • Salat
  • Tómatar

Aðferð:

  1. Hellið vatninu af kjúklingabaununum og skolið í sigti. Smellið baununum á pönnu, setjið taco krryddblöndu á pönnuna og ristið baunirnar þar til þær eru orðnar stökkar.
  2. Setjið hafraskyrið í skál ásamt mangó chutney og karrý, blandið saman.
  3. Setjið vel af sósunni á vefju, setjið svo salat og saxaða tómata ásamt ristuðu kjúklingabaunum á vefjuna. Rúllið upp og njótið.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Vegan grænmetisvefjur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5