Linda Ben

Volg brownie með vanilluís snjókalli

Recipe by
35 mín
Cook: 25 mín | Servings: Kostað af Kjörís

Ef eitt er öruggt í þessum heimi þá er það að vanillu ís er það besta sem hægt er að bjóða upp á með brownie!

Þessi ofur krúttlegi eftirréttur er svo einfaldur að smella saman. Það er upplagt að leyfa börnunum að hjálpa til og hafa gaman saman.

Brownie með vanillu snjókalli

Brownie með vanillu snjókalli

Brownie með vanillu snjókalli

Brownie með vanillu snjókalli

Volg brownie með vanilluís snjókalli:

  • 2 lítar vanilluís
  • 115 g smjör
  • 1 og 3/4 dl súkkulaði
  • 2 og 1/3 dl sykur
  • 2 egg
  • 60 ml mjólk
  • 2 og 1/3 dl hveiti
  • 1 msk flórsykur
  • Svart kökuskraut

Aðferð:

  1. Setjið smjörpappír á bakka (eins stóran og kemst fyrir í frystinum), útbúið kúlur úr vanilluísnum og setjið í frysti.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC.
  3.  Setjið smjörpappír í eldfastmót, brjótið pappírinn inn í horninn svo pappírinn passi fullkomlega.
  4.  Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti yfir lágum hita.
  5. Slökkvið á hitanum og hellið sykrinum út í blönduna, hrærið reglulega í og látið kólna svolítið (5-10 mín)
  6.  Í hrærivélaskál blandið saman mjólk og eggjum. Hellið saman við súkkulaði-smjör blöndunni og hrærið vel.
  7.  Blandið hveitinu varlega saman við og hellið í formið. Bakið í 25 mín.
  8. Takið kúlurnar úr frystinum og raðið þeim saman svo úr verði snjókallar, raðið kökuskrautinu á þá, myndið andlit á efri kúluna og hnappa á neðri kúluna, setjið aftur inn í frysti.
  9. Takið kökuna úr ofninum og skerið hana í sneiðar, sigtið flórsykri yfir kökurnar og setjið á diska, raðið 1 snjókalli á hverja köku þegar kakan hefur náð að kólna svolítið og berið fram strax.

Brownie með vanillu snjókalli

Fylgstu með á Instagram

Þangað til næst!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5