Linda Ben

Glæsileg og öðruvísi marengsterta

Recipe by
4 tímar
Prep: 1 klst | Cook: 1 klst

Mig langaði aðeins að breyta til og gera marengstertu sem væri öðruvísi og glæsileg á sama tíma. Ég valdi að setja bleikan matarlit út í deigið og sprauta því svo á smjörpappírinn. Það er ótrúlegt hvað þessi einföldu skref umturnuðu þessari annars einföldu marengstertu! Kökurnar komu æðislega skemmtilega út á veisluborðinu og allir voru hrifnir.

_MG_7523

Ég gerði tvær svona marengstertur með sitthvoru munstrinu. Endilega leyfið hugmyndarfluginu ykkar að ráða og gerið ykkar eigið munstur.

_MG_7516 copy

Marengs (2 botnar):

 • 6 eggjahvítur
 • 3,5 dl sykur
 • 2 tsk kornsterkja
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 tsk hvítt borðedik
 • Matarlitur (val)

Fylling:

 • 500 ml rjómi
 • 2 stórir þristar
 • Falleg ber (t.d. jarðaber, bláber, hindber og græn vínber)

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 120ºC.
 2. Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina og notið þeytarann.
 3. Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.
 4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 tsk af sykri út í eggjahvíturnar í einu á ca ½ mín fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).
 5. Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við í ½ mín lengur.
 6. Ef þið viljið lita marengsinn, þá setjiði matarlit út í með vanilludropunum og hrærið saman þangað til  marengsinn hefur allur litast.
 7. Teikniði tvo 22 cm hringi á sitthvoran smjörpappírinn, snúið smjörpappírnum við (svo pennastrikið sé niður) festiði smjörpappírinn á ofnplötu með því að setja örlítið deig undir hornin á smjörpappírnum og klessið við ofnplötuna.
 8. Takið stóran sprautupoka og setjið sprautustút (t.d. nr. 2D frá Wilton) ofan í pokann. Helliði svo deiginu ofan í pokann.
 9. Til að gera rósaköku sprautið nokkrum rósum á útlínur hringsins (til að gera rós þá byrjar maður a sprauta innst og færa sig út) og fyllið svo inn í hringinn með rósum.
 10. Til að gera toppaköku, sprautiði þá toppum fyrst í útlínur hringsins (til að gera topp sprautar maður stórri doppu af deigi á smjörpappírinn, dregur svo hratt upp til að myndist toppur) og fyllir svo inn í. Gerið tvöfalt lag af toppum til að kakan verði ekki of þunn.
 11. Bakið í 50-60 mín, slökkvið svo á ofninum en ekki opna ofninn. Látið kökurnar kólna með ofninum. Takið þær út þegar ofninn hefur kólnað fullkomlega.

Fylling

 1. Þeytið rjómann.
 2. Skerið þristana smátt niður í teninga og blandið út í rjómann.
 3. Setjið 1 tsk af rjóma á kökudiskinn og svo neðri marengsinn á diskinn, festið hann niður.
 4. Setjið 2/3 af rjómanum á neðri marengsinn og jafnið vel úr honum. Setjið efri marengsinn á, þrýsið honum létt niður svo hann festist.
 5. Setjið restina af rjómanum í miðjuna á kökunni, skiljið smá svæði eftir á endinum svo munstrið á kökunni njóti sín. Skreytið með nóg berjum.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

_MG_7505

 

_MG_7504

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5

Connect!