Linda Ben

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa

Recipe by
12 tímar
Prep: 1 klst | Cook: 1 klst

Við fjölskyldan erum nýjungagjörn þegar kemur að jólamatnum, við höfum til dæmis verið með hreindýr, nautakjöt og kalkún. Mamma mín þróaði þessa uppskrift fyrir mörgum árum en þetta er uppáhalds kalkúnamarineringin mín. Kalkúnninn verður svo bragðmikill og marineringin dregur fram bestu hliðar kalkúnsins.

Sinnepsmarineruð Kalkúnabringa

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa:

  • 1 kalkúnabringa frá Ísfugl
  • 2 msk Dijon sinnep
  • 1 msk balsamikedik
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • 1 msk ólífu olía
  • 2 msk ferst timjan, smátt skorið
  • 1 tsk ferskt oregano
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk pipar

Aðferð:

  1. Þerrið kalkúnabringuna með eldhúspappír og setjið hana í fat.
  2. Blandið saman dijon sinnepi, balsamikediki og rifsberjahlaupi.
  3. Setjið timjan og oregano í mortel og hellið olíunni út á, merjið kryddjurtirnar vel í mortelnum og hellið kryddolíunni út í sinnepsblönduna. Hrærið saman.
  4. Kryddið með salti og pipar.
  5. Smyrjið marineringunni jafn yfir alla kalkúnabringuna, setjið matarfilmu yfir fatið og látið marinerast í minnst klukkutíma eða yfir nótt.
  6. Stillið ofninn á 165ºC. Setjið kjöthitamæli inn í miðja bringuna og bakið bringuna þangað til kjarnhitastig mælist 72ºC.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Sinnepsmarineruð Kalkúnabringa

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Category:

One Review

  1. Guðmundur

    Besta kalkúna uppskriftin

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5