Linda Ben

Besta kalkúna sósan!

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi með Örnu Mjólkurvörum | Servings: 5-7 manns

Bests sóssn með kalkúninum, kalkúna sósa

Besta kalkúna sósan

  • 1/2 rauðlaukur
  • 2 msk Filippo Berio ólífu olía
  • 50 g smjör
  • 150 g sveppir
  • 2 dl vatn
  • 1 dl hvítvín
  • Soð af kalkúninum
  • 1 – 2 msk fljótandi kjúklingakraftur frá oscar
  • 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið rauðlaukinn fínt niður. Steikið laukinn upp úr olíu og smjöri þar til hann verður mjúkur.
  2. Skerið sveppina frekar gróft niður og bætið þeim út á pönnuna og steikið þar til þeir verða mjúkir. Bætið vatni og hvítvíni út á sveppina og sjóðið í 1-2 mín.
  3. Bætið því næst 1 msk af kjúklingakraftinum út í og soðinu af kalkúninum.
  4. Bætið því næst rjómanum út á og náið upp suðunni.
  5. Bragðbætið með rifsberjahlaupi, meiri kjúklingakrafti og salt og pipar eftir þörfum. Sjóðið saman í nokkrar mín þar til sósan hefur þykknað.

Bests sóssn með kalkúninum, kalkúna sósa

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5