Linda Ben

Private: Lífstíll

Nýtt inn! Loksins stofuhillur

No Comments

Lengi vel var þetta horn á heimilinu kallað “vandræðalega tóma hornið” þar sem ég hreinlega gat ekki ákveðið mig hvað ég vildi setja í það. Þó svo að ég segi vandræðalega tómt þá var það nú ekki alveg tómt en það var greinilegt að hlutirnir sem voru þar, voru ekki þar til frambúðar og nutu sín ekki til fulls.

_MG_6546

Um daginn ákváðum við að kaupa hillur og setja í vandræðalega hornið. Það er hreinlega ótrúlegt hvað andrúmsloftið á heimilinu er allt annað fyrir vikið. Það er svo mikið notalegra á heimilinu.

Við keyptum Vittsjö hillurnar í IKEA nema ég sleppti því að setja efstu hilluna í toppinn þar sem hún gerði hilluna of dimma fyrir minn smekk. Með því að hafa enga hillu efst er bjart í öllum hillunum og hlutirnir í þeim njóta sín betur.

_MG_6579

Stóllinn sem er hliðin á hillunum fékk ég í láni frá fjölskyldumeðlim en stóllinn hefur verið til í marga áratugi. Mér þykir mjög vænt um að hann sé núna komin heim til mín. Gamaldags útlit og mjúku línur stólsins njóta sín vel hliðiná hörðu og stílhreinu hillunum.

_MG_6563

Næsta verkefni er að kaupa mér fleiri fallega hluti í hillurnar og jafnvel skipta út litla hvíta borðinu í fallegan lampa. Ég er með þónokkra hluti í huga og mun leyfa ykkur að fylgjast með á Instagram þegar kemur að því að versla þá.

Ykkar, Linda Ben

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5