Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Cheerios bollakökur.
Á dögunum fékk ég á borð til mín ótrúlega skemmtilegt verkefni en það var að gera Cheerios köku sem myndi vera notuð í auglýsingu með Sölku Sól og fjölskyldu hennar. Hugmynd mín á bak við kökuna var að endurhanna klassísku morgunkornskökurnar sem við mörg hver þekkjum og setja þær í nýjan búning sem við höfum mögulega ekki séð áður.
Cheeriosinu er velt upp úr smjörbræddum sykurpúðum og sett í bollakökuform. Kökurnar eru seigar og stökkar en kremið ofan á gefur þeim meiri raka svo þær verða eins og karamella. Bollakökunum raðaði ég svo upp í turn til að skapa þessa glæsilegu margra hæða köku.
Ég fékk nokkuð frjálsar hendur við gerð kökunnar en skipuleggjendur auglýsingarinnar sýndu mér mikið traust. Ég sendi nokkrar hugmyndir um útlit kökunnar á stílista auglýsingarinnar sem voru samþykktar. Ég fékk ákveðnar leiðbeiningar eins og til dæmis að Cheerios-ið ætti ekki að vera malað heldur ættu hringirnir að vera heilir. Kakan átti líka að líta út fyrir að vera einföld og ég fór skrefinu lengra og gerði uppskriftina líka mjög einfalda. Kakan öll inniheldur bara sex innihaldsefni, það þarf ekki að setja hana inn í bakarofn, tekur stutta stund að smella henni saman og er upplagt að gera hana með dags fyrirvara.
Loksins er komið að því að ég geti deilt með ykkur uppskriftinni af þessari köku. Njótið!
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar