Linda Ben

Cheerios bollakökur

Recipe by
1 klst
| Servings: Unnið í samstarfi við Cheerios

Cheerios bollakökur.

Á dögunum fékk ég á borð til mín ótrúlega skemmtilegt verkefni en það var að gera Cheerios köku sem myndi vera notuð í auglýsingu með Sölku Sól og fjölskyldu hennar. Hug­mynd mín á bak við kök­una var að end­ur­hanna klass­ísku morgun­korn­s­kök­urn­ar sem við mörg hver þekkj­um og setja þær í nýj­an bún­ing sem við höf­um mögu­lega ekki séð áður.

Cheer­i­os­inu er velt upp úr smjör­brædd­um syk­ur­púðum og sett í bolla­köku­form. Kök­urn­ar eru seig­ar og stökk­ar en kremið ofan á gef­ur þeim meiri raka svo þær verða eins og kara­mella. Bolla­kök­un­um raðaði ég svo upp í turn til að skapa þessa glæsi­legu margra hæða köku.

Ég fékk nokkuð frjáls­ar hend­ur við gerð kök­unn­ar en skipu­leggj­end­ur aug­lýs­ing­ar­inn­ar sýndu mér mikið traust. Ég sendi nokkr­ar hug­mynd­ir um út­lit kök­unn­ar á stíl­ista aug­lýs­ing­ar­inn­ar sem voru samþykkt­ar. Ég fékk ákveðnar leiðbein­ing­ar eins og til dæm­is að Cheer­i­os-ið ætti ekki að vera malað held­ur ættu hring­irn­ir að vera heil­ir. Kak­an átti líka að líta út fyr­ir að vera ein­föld og ég fór skref­inu lengra og gerði upp­skrift­ina líka mjög ein­falda. Kak­an öll inni­held­ur bara sex inni­halds­efni, það þarf ekki að setja hana inn í bak­arofn, tek­ur stutta stund að smella henni sam­an og er upp­lagt að gera hana með dags fyr­ir­vara.

Loksins er komið að því að ég geti deilt með ykkur uppskriftinni af þessari köku. Njótið!

Cheerios bollakökur

Cheerios bollakökur

Cheerios bollakökur

Cherrios bollakökur

  • 170 g Cheerios
  • 280 g sykurpúðar
  • 50 g smjör

Krem

  • 200 g mjúkt smjör
  • 400 g flórsykur
  • 1 dl rjómi

Annað

  • 1 dl bragðlaus olía til að setja deigið í form

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjör og sykupúða á vægum hita í frekar stórum potti, það mun taka nokkrar mín og nauðsynlegt að velta sykurpúðunum með sleikju á meðan þeir bráðna.
  2. Setjið Cheeriosið út í og veltið því svo það hjúpist allt í sykurpúðum.
  3. Setjið 24 stk pappírs bollakökuform í bollakökuálbakka (ég notaði tvo álbakka) og skiptið deiginu á milli forma. Nauðsynlegt er að nota tvær skeiðar til að skipta deiginu í formin og velta skeiðunum alltaf upp úr bragðlausri olíu áður en skeiðarnar eru settar í deigið.
  4. Setjið kökurnar í kæli á meðan kremið er útbúið.
  5. Þeytið smjörið ásamt flórsykri og rjóma þar til kremið er orðið mjög mjúkt, létt og loftmikið.
  6. Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút. Takið kökurnar úr pappírsbollakökuformunum og sprautið á hverja köku.
  7. Raðið kökunum í hring á kökudisk, klippið hring úr smjörpappír sem er svolítið minni en hringurinn sem kökurnar mynda á disknum. Setjið smjörpappírinn á kökur og aðrar kökur ofan á (kremið mun klessast örlítið á kökunum fyrir neðan en það er allt í góðu), endurtakið fyrir restina af kökunum.
  8. Skreytið til dæmis með gylltu matarglimmeri og nammi.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Cheerios bollakökur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5