Linda Ben

Djúsí kjúklingasalat á naan brauði

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Vaxa | Servings: 4-5 manns

Djúsí kjúklingasalat á naan brauði.

Mjúkt og heitt naanbrauð, safaríkur kjúklingur, ferskt salat, súrar gúrkur og kremuð jógúrtsósa mynda saman fullkomið jafnvægi af ferskleika og krydduðum djúsí bragði.

Þetta er rétturinn sem hentar bæði í hádeginu, á kvöldin eða þegar þig langar í eitthvað extra gott og heimagert.

Ég elska þegar hráefnin mín eru fersk, bragðmikil og ræktuð af ástríðu – og þess vegna vel ég alltaf salat frá Vaxa. Það er ræktað hér á Íslandi, í sjálfbæru umhverfi þar sem notað er hreint vatn, engin skordýraeitur og engin óþarfa efni.

Salatið er alltaf stökkt, fallegt og kemur beint frá býli á diskinn minn – án þess að ferðast hálfan hnöttinn fyrst. Mér finnst líka svo gott að styðja íslenskan framleiðanda eins og Vaxa.

Djúsí kjúklingasalat í naan brauði

Djúsí kjúklingasalat í naan brauði

Djúsí kjúklingasalat í naan brauði

Djúsí kjúklingasalat í naan brauði

Djúsí kjúklingasalat á naan brauði

Naanbrauð

Kjúklingasalat

  • 700 g kjúklingalæri
  • 2 msk kjúklingakryddblanda
  • 90 g salatblanda frá Vaxa
  • u.þ.b. 350 g súrar gúrkur
  • 1 rauðlaukur
  • 15 g kóríander frá Vaxa
  • 15 g steinselja frá Vaxa

Sósa

  • 2 dl grískt jógúrt
  • 3 msk mæjónes
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn
  • 1 tsk papriku krydd
  • 1/4 tsk cumin
  • Salt

Aðferð:

  1. Útbúið naanbrauðs deigið og leyfið því að hefast.
  2. Kryddið kjúklingalærin og steikið þau á pönnu þar til elduð í gegn. Það er líka hægt að steikja þau þar til falleg húð myndast á þau og setja svo í eldfast mót og elda þau inn í ofni þar til elduð í gegn, ef þér finnst það þægilegra.
  3. Steikið naanbrauði á meðan kjúklingurinn er að eldast.
  4. Skerið niður salat, súrar gúrkur, rauðlauk, kóríander og steinselju smátt niður og setjið í skál.
  5. Skerið einnig kjúklinginn smátt niður þegar hann er tilbúinn og bætið í skálina.
  6. Hrærið saman mæjónesi, grískri jógúrt, rifnum hvítlauksgeira, paprikukryddi, cumin og salti.
  7. Bætið u.þ.b. 2 msk af sósu út í salatið og blandið öllu saman.
  8. Setjið smá sósu á naan brauði og svo salatið.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Djúsí kjúklingasalat í naan brauði

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5