Linda Ben

Djúsí ofur einfaldar og góðar kjötbollur

Recipe by
45 mín
Cook: Unnið í samstarfi með Örnu Mjólkurvörum | Servings: 4-5 manns

Djúsí ofur einföldar og góðar kjötbollur eru í miklu uppáhaldi hjá mínum 6 ára! Hann borðar mjög sjaldan betur en þegar þessar kjötbollur eru í matinn.

Hann (og við foreldrarnir) elskar hversu mjúkar og djúsí þessar bollur eru, svo finnst honum líka svo gaman að hjálpa mér að búa þær til sem er mjög skemmtilegt fyrir okkur bæði 🥰

Annars eru þetta ótrúlega einfaldar bollur. Ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur þá hef ég aldrei verið mikið fyrir kjötbollur, þar til ég fór að gera þær svona. Smella öllu saman í skál, klæða sig í einnota hanska og hnoða öllu saman með höndunum, steikja létt, rjómi útá og leyfa malla á meðan ég geng frá í eldhúsinu. En ég elska alla matargerð þar sem það er biðtími í endann svo hægt sé að ganga frá á meðan maturinn er að eldast og borða svo með eldhúsið hreint 😍👏

Annar vona ég að þú eigir eftir smella í þessar, ég get að minnsta kosti lofað þér að þú munt ekki finna meira djúsí ofur einfaldar og góðar kjötbollur!

Djúsí ofur einfaldar og góðar Kjötbollur

Ofur einfaldar og djúsí kjötbollur

  • 500 g nautahakk
  • 1 egg
  • 1 kryddostur með pipar frá Örnu Mjólkurvörum
  • ¼ rauðlaukur
  • 1 hvítlauksgeiri
  • ½ pakki kex (ritz eða sambærilegt)
  • 2 tsk ítölsk kryddblanda
  • Salt og pipar
  • 250 ml Rjómi frá Örnu Mjólkurvörur
  • 1 tsk nautakraftur

Aðferð:

  1. Setjið nautahakkið í skál ásamt eggi, rifnum pipiar kryddosti, smátt söxuðum rauðlauk og hvítlauk, Tuc kexi, kryddblöndu og salt og pipar. Hnoðið öllu vel saman og myndið bollur, u.þ.b. 25 stk.
  2. Setjið um það bil msk af olíu á pönnu og steikið bollurnar á meðal hita á öllum hliðum. Hellið rjómanum á pönnuna, setjið kraftinn út í rjómann og hrærið hann saman við. Setjið lokið á pönnuna og leyfið að malla saman við vægan hita í um það bil 5-10 mín eða þar til sósan byrjar að þykkna og bollurnar eru eldaðar í gegn.
  3. Berið fram til dæmis með sætum kartöflum með feta osti.

Djúsí ofur einfaldar og góðar Kjötbollur

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5