Linda Ben

Einfalt og fljótlegt meðlæti – sætar kartöflur með fetaosti

Recipe by
35 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 4-6 manns

Þessar sætu kartöflur hef ég gert oftar en ég gæti nokkurntíman talið, ætli ég geri hann ekki a.m.k. 1x í viku og nei ég er ekki komin með leið á þeim! 😆

Þær eru bara svo góðar, fljótlegar og einfaldar að ég enda merkilega oft að smella í þær sem meðlæti með öðrum mat.

Ég viðurkenni samt að ég fékk smá sjokk um daginn þegar ég uppgvötaði að þetta uppáhalds meðlæti mitt væri ekki á síðunni minni. Ætli ástæðan fyrir því sé ekki að þetta er alveg vandræðalega einfalt, aðeins tvö hráefni og í raun ekkert sérstakt sem þarf í raun að gera og því kannski ekki merkileg uppskrift þannig séð. En svoleiðis uppskriftir er akkúrat það sem við elskum svo mörg, eitthvað sem er mega einfalt en samt svo gott!

Að sjálfsögðu eftir margra ára eldamennsku hef ég fundið út að Örnu feta osturinn hentar best í þennan rétt. Örnu salat fetinn er aðeins smærri en aðrir fetaostar sem hentar mjög vel í þennan rétt og kryddolían sem osturinn liggur í er bragðbetri að mínu mati.

einfalt og fljótlegt meðlæti, sætar kartöflur með fetaosti

Sætar kartöflur með feta osti

  • 2 meðal stórar sætar kartöflur
  • 1 krukka salat feti frá Örnu mjólkurvörum

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C undir og yfir.
  2. Flysjið sætu kartöflurnar, skerið þær í frekar litla bita og setjið í eldfast mót.
  3. Hellið fetaostinum yfir ásamt olíunni og blandið saman.
  4. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30 mín eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn

einfalt og fljótlegt meðlæti, sætar kartöflur með fetaosti

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5