Linda Ben

Dúnamjúkt túnfiskasalat með rjómaosti

Recipe by
12 mín

Dúna mjúkt túnfiskasalat með rjómaosti

Ég hef alltaf verið mikil talskona þess að rjómaostur og túnfiskasalat passi alveg merkilega vel saman. Lengi vel smurði ég rjómaostinum undir túnfiskasalatið eða þangað til ég prófaði að blanda honum saman við salatið og eftir að ég prófaði það var ekki aftur snúið.

Dúnamjúkt túnfiskasalat með rjómaosti

  • 1 dós túnfiskur í olíu
  • ½ rauðlaukur smátt skorinn
  • ½ gul paprika
  • 4 stk egg
  • 3 msk majónes
  • 3 msk hreinn rjómaostur
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið eggin þar til þau eru harðsoðin (8 mín) og kælið þau svo niður.
  2. Hellið allri auka olíu af túnfiskinum og setjið hann svo í skál, tætið hann niður svo það séu engir kekkir.
  3. Skerið rauðlaukinn og paprikuna mjög smátt niður. Bætið því út í skálina ásamt rjómaosti og blandið saman. Skerið eggin niður smátt og blandið saman við.
  4. Setjið því næst mayonnaise og blandið saman. Kryddið með salti og pipar.

Dúna mjúkt túnfiskasalat með rjómaosti

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5