Einstaklega einfaldur og ljúffengur humar í hvílauks smjöri. Þennan rétt geta ALLIR gert, hann er það einfaldur!
Þetta er minn allra uppáhalds “comfort food” en á sama tíma algjör lúxus matur, fullkomin samsetning ef þú spyrð mig!
Ljúffengur humar í hvítlauks smjöri
- 400 g humar skelflettur
- 200 g smjör (ósaltað)
- 2 hvítlauksgeirar
- Salt og pipar
- Börkur af ½ sítrónu
- Fersk steinselja
- Baguette
Aðferð:
- Byrjað er á því að bræða smjörið í potti. Rífið hvítlauksrifin út í smjörið. Slökkvið undir smjörinu.
- Þerrið humarinn vel og setjið hann út í smjörið, setjið lokið á pottinn (með slökkt á hellunni) og leyfið humrinum að eldast hægt og rólega í heita smjörinu, ca 15 mín.
- Rífið börkinn af hálfri sítrónu út í smjörið með humrinum.
- Berið fram með baguette og ferskri steinselju.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category:
Sæl. Mjög girnilegur réttur, Einfaldur og afar lúffengur humar…. sem mig langar til að gera. En … er gott að elda humarinn í 15 mínútur eða er þetta prentvilla? Maður er vanur því að mikil áhersla sé lögð á að elda hann aðeins í 2-3 mín. Kveðja. Sigríður
Hæhæ
Það er slökkt á hellunni í þessar 15 mín svo humarinn eldast mjög rólega, ég er búin að breyta textanum þannig þetta ætti að vera skýrara núna 😊