Einfaldur og afar ljúffengur humar í hvítlauks smjöri.

Recipe by
30 mín
| Servings: 2 manns

Einstaklega einfaldur og ljúffengur humar í hvílauks smjöri. Þennan rétt geta ALLIR gert, hann er það einfaldur!

Þetta er minn allra uppáhalds “comfort food” en á sama tíma algjör lúxus matur, fullkomin samsetning ef þú spyrð mig!

humar í hvítlauks smjöri

humar í hvítlauks smjöri

humar í hvítlauks smjöri

Ljúffengur humar í hvítlauks smjöri

 • 400 g humar skelflettur
 • 200 g smjör (ósaltað)
 • 2 hvítlauksgeirar
 • Salt og pipar
 • Börkur af ½ sítrónu
 • Fersk steinselja
 • Baguette

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að bræða smjörið í potti. Rífið hvítlauksrifin út í smjörið. Slökkvið undir smjörinu.
 2. Þerrið humarinn vel og setjið hann út í smjörið, setjið lokið á pottinn og leyfið humrinum að eldast hægt og rólega í heita smjörinu, ca 15 mín.
 3. Rífið börkinn af hálfri sítrónu út í smjörið með humrinum.
 4. Berið fram með baguette og ferskri steinselju.

humar í hvítlauks smjöri

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5