Hindberjasultu fylltar muffins sem eru alveg dásamlega góðar!
Krönsí toppur á djúsí möndlu muffins kökum sem eru fylltar með ljúffengri hindberjasultu sem gerir þær ennþá safaríkari og að algjörum bragð sprengjum.
Hindberjasultu fylltar muffins
- 170 g sykur
- 120 ml bragðlítil olía
- 2 egg
- 1 tsk möndludropar
- Börkur af 1 sítrónu
- 300 g hveiti
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 2 ½ dl mjólk
- Hindberjasulta frá St. Dalfour
Toppur
- 40 g hveiti
- 30 g hafrar
- 50 g púðursykur
- 60 g mjúkt smjör
Aðferð:
Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Sultu muffins” highlights.
- Kveikið á ofninum og stillið á 190ºC.
- Hærið saman sykur og olíu, bætið eggjunum út í, eitt í einu og hrærið á milli.
- Setjið mödludropana út í og rífið börkinn af sítrónunni smátt út í (aðeins taka gula hlutann af berkinum, ekki þann hvíta), hrærið saman.
- Í aðra skál blandið saman hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti. Bætið helmingnum út á ásamt helmingnum af mjólkinni, hrærið saman, bætið svo út í restinni af hveitiblöndunni og mjólkinni, hrærið þar til allt hefur blandast saman.
- Setjið deigið í muffinsformin (ég notaði stór muffins form, en það er líka hægt að nota venjuleg en þá þarf að aðlaga bökunartímann) með því að setja fyrst botnfylli af deigi í formið, svo teskeið af hindberja sultu, setja deig yfir þannig það hylji sultuna, setja aftur teskeið af sultu og deig yfir það. Passið samt að fylla formin aðeins upp 2/3
- Í aðra skál blandið saman toppinum. Setjið hveiti, höfrum, púðursykri og smjöri, hrærið þar til allt hefur klístrast saman. Myljið topp deigið yfir muffinsið.
- Bakið inn í ofni í 20-30 mín (fer eftir hvort þið notið stór muffins form eða lítil), best er að kanna hvort kökurnar eru bakaðar í gegn með því að stinga hnífi í þær og ef hnífurinn kemur hreinn upp úr eru kökurnar bakaðar í gegn.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben