Hollar og virkilega bragðgóðar brauðbollur úr lífrænum höfrum og spelti sem þú átt alveg örugglega eftir að elska. Það er virkilega einfalt og fljótlegt að smella í þessar bollur en nóg að hræra þeim saman í hefðbundinni skál og því óþarfi að óhreinka hrærivélina nema maður vilji það frekar.
Bollurnar eru þéttar og orkumiklar, dásamlega góðar með smjöri, osti og gúrkusneiðum.
Hollar hafrabollur
- 500 ml volgt vatn
- 12 g ger
- 1 tsk hunang frá Muna
- 1 msk ólífu olía frá Muna
- 1 tsk salt
- 200 g grófir hafrar frá Muna + örlítið meira til að skreyta bollurnar
- 1 dl hörfræ
- 400 g gróft spelt frá Muna
- 1 egg
Aðferð:
- Setjið vatn í stóra skál ásamt gerinu og hrærið saman.
- Bætið út í skálina hunangi, ólífu olíu og salti, hrærið saman.
- Bætið þá út í höfrum og hörfræjum út í, hrærið. Bætið því næst speltinu út í, hnoðið öllu vel saman. Leyfið deiginu að hefast á volgum stað í 30 mín.
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
- Skiptið deiginu upp í bollur, ég notaði stóra salatskeið, og setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu.
- Hrærið eggið saman í skál og penslið því svo yfir bollurnar, skreytið bollurnar með haframjöli.
- Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til þær eru byrjaðar að taka á sig gylltan lit og eru bakaðar í gegn.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: