Núna eru skólarnir farnir af stað aftur og margir að huga að nestishugmyndum, því fannst mér upplagt að deila með ykkur nokkrum skotheldum samloku uppskriftum sem slá alltaf í gegn hér á heimilinu, bæði samlokum og léttara nesti sem henta sem millimál.
Hugmyndir að einföldu og bragðgóðu nesti
Samloka með spægipylsu
- Samlokubrauð
- Smjör
- Spægipylsa
- Ostur
- Klettasalat
Aðferð:
- Smyrjið samlokubrauðið með mjúku smjöri, setjið spægipylsuna og ostinn á brauðið ásamt klettasalati.
Samloka með pestó skinku
- Samlokubrauð (heilkorna)
- Smurostur
- Pestó skinka
- Tómatur
- Salat
Aðferð:
- Smyrjið samlokubrauðið með smurosti og skerið tómatinn í sneiðar.
- Raðið pestó skinkunni, tómatsneiðunum og salatinu á brauðið og lokið.
Vefja með kjúklingaáleggi
- Vefja
- Pítusósa
- Ostur
- Reykt og silkiskorin kjúklingabringa
- Agúrkusneiðar
- Harðsoðin egg
Aðferð:
- Smyrjið vefjuna með pítusósu, setjið ost, reyktu silkiskornu kjúklingabrunguna, agúrkusneiðarnar og niðursneidda eggið í miðja vefjuna og rúllið upp.
Hugmyndir til að setja með í nestisboxið:
- Harðsoðin egg
- Ferskja
- Epli
- Hafrabiti með súkkulaði
- Vínber
- Snakk agúrka
- Snakk paprika
- Gulrætur
- Appelsínusneiðar
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: