Linda Ben

Hugmyndir að einföldu og bragðgóðu nesti

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS

Núna eru skólarnir farnir af stað aftur og margir að huga að nestishugmyndum, því fannst mér upplagt að deila með ykkur nokkrum skotheldum samloku uppskriftum sem slá alltaf í gegn hér á heimilinu, bæði samlokum og léttara nesti sem henta sem millimál.

 

Hugmyndir að einföldu og bragðgóðu nesti

Nestishugmyndir

Nestishugmyndir

Samloka með spægipylsu

 • Samlokubrauð
 • Smjör
 • Spægipylsa
 • Ostur
 • Klettasalat

Aðferð:

 1. Smyrjið samlokubrauðið með mjúku smjöri, setjið spægipylsuna og ostinn á brauðið ásamt klettasalati.

Nestishugmyndir

Nestishugmyndir

Samloka með pestó skinku

 • Samlokubrauð (heilkorna)
 • Smurostur
 • Pestó skinka
 • Tómatur
 • Salat

Aðferð:

 1. Smyrjið samlokubrauðið með smurosti og skerið tómatinn í sneiðar.
 2. Raðið pestó skinkunni, tómatsneiðunum og salatinu á brauðið og lokið.

Nestishugmyndir

Nestishugmyndir

Vefja með kjúklingaáleggi

 • Vefja
 • Pítusósa
 • Ostur
 • Reykt og silkiskorin kjúklingabringa
 • Agúrkusneiðar
 • Harðsoðin egg

Aðferð:

 1. Smyrjið vefjuna með pítusósu, setjið ost, reyktu silkiskornu kjúklingabrunguna, agúrkusneiðarnar og niðursneidda eggið í miðja vefjuna og rúllið upp.

Hugmyndir til að setja með í nestisboxið:

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5