Ég er alltaf að leita mér að einhverju sniðugu sem er auðvelt að smella saman, tekur stutta stund og er hollt og gott.
Upp á síðkastið hef ég verið að þróa mig áfram með svokallaðar Buddha skálar, en það eru einfaldlega réttir sem eru samsettir af nokkrum mismunandi hráefnum sem eiga það sameiginlegt að næra líkama og sál.
Aðal uppistaðan í þessari skál er hummus, avocadó, falafel bollur og sætar kartöflur, svo er hægt að leika sér nokkuð mikið með restina.
Hummus Buddha skál
- 2 msk hummus
- ¼ sæt kartafla
- 6 falafel bollur
- 1 avocadó
- 5 kirsuberja tómatar
- 1 msk svartar ólífur
- 1 lúka ferskt salat
- Ferskt kóríander
- Tzatziki sósa
- Salt og pipar
- Ferskt chillí brydd
Aðferð:
- Hitið falafel bollurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum og raðið öllum innihaldsefnum á disk.
- Kryddið með salti, pipar og þurrkuðu chillí kryddi.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!