Hummus Buddha skál

Recipe by
20 mín
| Servings: Unnið í samstarfi við Sölufélag Garðyrkjumanna

Ég er alltaf að leita mér að einhverju sniðugu í hádegismat. Einhverju sem er auðvelt að smella saman, tekur stutta stund og er hollt og gott.

Upp á síðkastið hef ég verið að þróa mig áfram með svokallaðar Buddha skálar, en það eru einfaldlega réttir sem eru samsettir af nokkrum mismunandi hráefnum sem eiga það sameiginlegt að næra líkama og sál.

Aðal uppistaðan í þessari skál er hummus, avocadó, falafel bollur og sætar kartöflur, svo er hægt að leika sér nokkuð mikið með restina.

Ég hef lengi verið hrifin af hummusnum sem er framleiddur af Íslensku Grænmeti. Hann er alveg dásamlega mjúkur, léttur og rjómakenndur. Hann fæst í tveimur bragðtegundum, hvítlauks og papriku en ég er jafn hrifin af þeim báðum. Þykir hins vegar gaman að segja frá því að sá sem er með papriku bragðinu er framleiddur með heilum sous vide-uðum paprikum, en þá er bæði safanum og kjötinu af paprikunum bætt út í hummusinn sem skilar sér með góðu ekta papriku bragði og mjúkri áferð.

Hummus Buddha skál

Hummus Buddha skál

 • 2 msk hummus frá Íslenskt Grænmeti
 • ¼ sæt kartafla
 • 6 falafel bollur
 • 1 avocadó
 • 5 kirsuberja tómatar
 • 1 msk svartar ólífur
 • 1 lúka ferskt salat
 • Ferskt kóríander
 • Tzatziki sósa
 • Salt og pipar
 • Ferskt chillí brydd

Aðferð:

 1. Hitið falafel bollurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum og raðið öllum innihaldsefnum á disk.
 2. Kryddið með salti, pipar og þurrkuðu chillí kryddi.

Hummus Buddha skál

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5