Þegar elda á indverskan mat er algjört æði að hafa heimabakað nan brauð með, mér finnst betra að gera þau sjálf frá grunni því það er svo fljótlegt og einfalt.
Nan brauð innihald:
- 1,5 dl volgt vatn
- 2 tsk sykur
- 2 tsk þurrger
- 4 dl hveiti
- 1/2 tsk salt
- 3 msk brætt smjör
- 2 msk hreint jógúrt
- Garam masala
- Sjávar salt
Aðferð:
- Blandið sykri og geri saman við volga vatnið og látið standa í smá stund.
- Blandið saman hveiti, salti, bræddu smjöri, jógúrti og gerblöndunni. Látið standa til að hefast í 30 mín. Á meðan skulið þið byrja að elda kjúklingaréttinn.
- Skiptið deiginu í 6 hluta og fletjið hvern hluta fyrir sig út og kryddið með garam masala og salti.
- Steikið svo brauðið á pönnu með ólífu olíu þangað til þangað til brauðið verður gullin brúnt.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: