Linda Ben

Heimagert naan brauð

Recipe by
1 klst
Prep: 30 mín | Cook: 30 mín | Servings: 4 manns

Þegar elda á indverskan mat er algjört æði að hafa heimabakað nan brauð með, mér finnst betra að gera þau sjálf frá grunni því það er svo fljótlegt og einfalt.

Indversk karrý kjúklingaveisla með Sukhi's

Nan brauð innihald:

  • 1,5 dl volgt vatn
  • 2 tsk sykur
  • 2 tsk þurrger
  • 4 dl hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 3 msk brætt smjör
  • 2 msk hreint jógúrt
  • Garam masala
  • Sjávar salt

Aðferð:

  1. Blandið sykri og geri saman við volga vatnið og látið standa í smá stund.
  2. Blandið saman hveiti, salti, bræddu smjöri, jógúrti og gerblöndunni. Látið standa til að hefast í 30 mín. Á meðan skulið þið byrja að elda kjúklingaréttinn.
  3. Skiptið deiginu í 6 hluta og fletjið hvern hluta fyrir sig út og kryddið með garam masala og salti.
  4. Steikið svo brauðið á pönnu með ólífu olíu þangað til þangað til brauðið verður gullin brúnt.

Indversk karrý kjúklingaveisla með Sukhi's

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5