Klístraðir karamellu kókos smákökubitar.
Þessir klístruðu karamellu kókos smákökubitar eru alveg ómótstæðilegir, fullir af rjóma kúlum og kókosflögum, himnasending fyrir þá sem fýla “cheewy” smákökubita.
Karamellu kókos smákökubitar
- 170 g púðursykur
- 150 g smjör
- 2 egg
- 200 g Hveiti
- 100 g haframjöl
- 100 g kókosflögur
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk lyftiduft
- 2 msk mjólk
- 300 g rjóma kúlur frá Nóa Síríus
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið 170°C og undir+yfir hita.
- Þeytið saman smjör og púðursykur þar til létt og ljóst, bætið þá eggjunum út í, eitt í einu.
- Setjið hveitið, haframjölið, kókosflögurnar, saltið og lyftiduftið út í skálina og hrærið saman við.
- Bætið mjólkinni saman við og hrærið.
- Setjið rjóma kúlurnar út í og blandið þeim saman við.
- Setjið smjörpappír í 25×25 cm form (eða álíka stórt form) og pressið deiginu ofan í formið. Bakið í 25-30 mín.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: