Linda Ben

Klístraðir karamellu kókos smákökubitar

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Klístraðir karamellu kókos smákökubitar.

Þessir klístruðu karamellu kókos smákökubitar eru alveg ómótstæðilegir, fullir af rjóma kúlum og kókosflögum, himnasending fyrir þá sem fýla “cheewy” smákökubita.

Karamellu kókos smákökubitar

Karamellu kókos smákökubitar

Karamellu kókos smákökubitar

Karamellu kókos smákökubitar

  • 170 g púðursykur
  • 150 g smjör
  • 2 egg
  • 200 g Hveiti
  • 100 g haframjöl
  • 100 g kókosflögur
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 msk mjólk
  • 300 g rjóma kúlur frá Nóa Síríus

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið 170°C og undir+yfir hita.
  2. Þeytið saman smjör og púðursykur þar til létt og ljóst, bætið þá eggjunum út í, eitt í einu.
  3. Setjið hveitið, haframjölið, kókosflögurnar, saltið og lyftiduftið út í skálina og hrærið saman við.
  4. Bætið mjólkinni saman við og hrærið.
  5. Setjið rjóma kúlurnar út í og blandið þeim saman við.
  6. Setjið smjörpappír í 25×25 cm form (eða álíka stórt form) og pressið deiginu ofan í formið. Bakið í 25-30 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

Karamellu kókos smákökubitar

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5