Karamellu Latte bollakökur
- Ljúffeng súkkulaðiköku þurrefnablanda frá Lindu Ben
- 3 egg
- 150 g smjör/bragðlítil olía
- 1 dl vatn
Aðferð
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
- Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
- Setjið pappírsbollakökuform í bolllakökuálbakka.
- Setjið deig í formin þannig þau fyllist um helming þar sem deigið lyftist mikið í ofninum.
- Bakið í u.þ.b. 15 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
- Kælið kökurnar að stofuhita og útbúið kremið á meðan.
Karamellu latte smjörkrem
- 300 g smjör
- 150 g rjómaostur
- 500 g flórsykur
- 1/2 dl sterkt kaffi – kælt
- Karamellusósa
Aðferð:
- Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst.
- Bætið rjómaostinum saman við og því næst flórsykrinum, hrærið þar til létt og loftmikið.
- Bætið kalda kaffinu út í, hrærið þar til silkimjúkt.
- Skreytið með karamellusósu
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar