Klassískar lambakótilettur í raspi er rótgróinn þjóðarréttur hér á landi. Ekta ömmumatur eins og einhverjir myndu kalla þennan rétt. Að minnsta kosti tengi ég lambakótilettur í raspi við ömmu mína en hún var oft með þetta í matinn í sveitinni.
Það er ótrúlega sniðugt að kaupa kótiletturnar frosnar tilbúnar í raspinum frá SS og stytta sér þannig smá sporin í eldamennskunni.
Klassískar lambakótilettur í raspi
- 800 g lambakótilettur í raspi frá SS
- 100 g smjör (notað á 2 stöðum í uppskriftinni)
- 500 g kartöflur (ég nota forsoðnar)
- 1 tsk timjan
- Grænar Baunir
- Rauðkál
- Rabbabarasulta
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
- Raðið kótilettunum í stórt eldfast mót.
- Skerið u.þ.b. 70 g af smjöri i teninga og raðið einum tening ofan á hverja kótilettu. Bakið inn í ofni í 20 mín. Hallið eldfastamótinu reglulega og notið skeið til að ná upp smjöri og setjið yfir kótiletturnar. Kveikið á grillinu á ofninum og grillið í u.þ.b. 5 mín þannig að það raspurinn verði svolítið stökkur,
- Setjið forsoðnar kartöflur á pönnu ásamt því sem eftir er af smjörinu og dreifið timjan yfir. Steikið á vægum hita með lokið á pönnunni í u.þ.b. 7 mín eða þar til þær eru orðnar heitar í gegn og smá stökk himna hefur myndast á þeim. Hrærið reglulega í kartöflunum á meðan þær eru að steikjast.
- Berið fram með grænum baunum, rauðkáli og rabbabarasultu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: