Linda Ben

Ómótstæðileg súkkulaði orkustykki 

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa | Servings: 16 bitar

Hér höfum við algjörlega ómótstæðileg súkkulaði orkustykki sem eru stökk og klístruð á sama tíma. Þau innihalda alveg helling af fræjum, kasjúhnetum og svo laumaði ég Nóa Kroppi í þau til að koma með þetta ómótstæðilega kröns í bitana. Þessir bitar eru því hollir á sama tíma og þeir eru ljúffengir.

Það er upplagt að gera þessa bita og taka með sem nesti í ferðalagið eða gönguna þar sem þeir gefa manni mikla orku og seddu í maga.

ómótstæðileg Stökk orkustykki með nóa krroppi

ómótstæðileg Stökk orkustykki með nóa krroppi

ómótstæðileg Stökk orkustykki með nóa krroppi

ómótstæðileg Stökk orkustykki með nóa krroppi

Ómótstæðileg súkkulaði orkustykki

 • 300 g kasjúhnetur
 • 1 1/2 dl graskersfræ + fleiri til að skreyta með
 • 1 1/2 dl sólblómafræ
 • 1/2 dl sesamfræ
 • 70 ml hlynsíróp
 • 1 dl möndlusmjör
 • 4 msk möndlumjólk (eða önnu mjólk)
 • 200 g Nóa Kropp
 • 150 g Hvítt súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

Aðferð:

 1. Myljið kasjúhneturnar svolítið niður í blandara og setjið svo í skál ásamt, graskersfræjum, sólblómafræjum og sesamfræjum.
 2. Setjið hlynsíróp í pott/pönnu og leyfið því að sjóða aðeins í pottinum. Setjið möndlusmjör út í pottinn og hrærið saman við, bætið svo mjólkinni út í og hrærið saman við. Hellið blöndunni út í skálina með fræblöndunni og hrærið saman við.
 3. Bætið Nóa Kroppinu út í og blandið öllu vel saman.
 4. Setjið smjörpappír í 25×25 cm form (eða sambærilega stórt) og pressið blöndunni þétt niður.
 5. Bræðið hvíta súkkulaðið og deifið yfir ásamt graskersfæjum, setjið inn í ísskáp í u.þ.b. 30 mín og skerið svo í bita.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

ómótstæðileg Stökk orkustykki með nóa krroppi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5