Linda Ben

Pepperóní pizza með beikonsultu og jalapenó

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS

Pepperóní pizza með beikonsultu og jalapenó.

Þessi pizza er fyrir þá sem elska smá spicy pizzu. Það er alveg ótrúlega gott að para sterka pepperóníið og jalapenó með beikonsultu sem er svolítið smóký og sæt.

Ég er alveg að elska þessa beikonsultu og búin að vera nota hana mikið í matargerð undanfarið. Hún er akkúrat rétt sæt, inniheldur líka lauk og að sjálfsögðu beikon. Ég myndi segja að hún sé svolítið meira chunky en aðrar beikonsultur sem ég hef keypt tilbúnar, finnst þessi meiri líkjast heimatilbúnum beikonsultum.

Mutti pizzasósan með kryddjurtunum er fyrir löngu orðin heilagur hluti af pizzakvöldunum á þessu heimili. Hún er að mínu mati bara alveg frábær pizzusósa, góð hvað varðar áferð/þykkt og bragð.

Ég kaupi oftast tilbúið súrdeigs pizzadeig þar sem ég elska súrdeigsbotna. Ég reyndi að koma mér á súrdeigsvagninn fyrir ekki svo löngu og gera það sjálf, en ég var ekki alveg að finna mig í þessu súrdeigsferli ennþá a.m.k., en ég mun prófa aftur seinna.

Ef þið viljið gera ger pizzadeig þá er þessi botn alveg svakalega góður.

pepperónæi pizza með beikonsultu og jalapenó pepperónæi pizza með beikonsultu og jalapenó pepperónæi pizza með beikonsultu og jalapenó

Pepperóní pizza með beikonsultu og jalapenó

  • Pizzadeig
  • Mutti pizzasósa með kryddjurtum
  • Rifinn mozzarrella
  • Pepperóní frá SS
  • Ferskur jalapenó, u.þ.b. 2 litlir.
  • Beikonsulta frá SS
  • Rjómaostur
  • Pipar
  • Oreganó

Aðferð

  1. Kveikið  á ofninum og stillið á undirhita og blástur, 230°C.
  2. Fletið út pizzadeigið, setjið pizzasósu á það og rifinn mozzarella. Raðið vel af pepperóní yfir ostinn.
  3. Skerið jalapenóinn í sneiðar og raðið yfir alla pizzuna.
  4. Setjið beikonsultu yfir alla pizzuna, mér finnst best að nota teskeiðar til að dreifa henni yfir, ein “doppa” af sultu er ein teskeið. Gerið það sama með rjómaostinn.
  5. Kryddið með pipar og oreganó.
  6. Bakið í u.þ.b. 7 mín eða þar til pizzan er byrjuð að brúnast á köntunum og osturinn orðinn gullinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

pepperónæi pizza með beikonsultu og jalapenó

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5