Linda Ben

Heimabökuð pepperónípizza með ferskum mozzarella og basil

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 1 pizza

Hér höfum við svo dásamlega góða pepperónípizzu. Eins og svo oft áður er einfaldleikinn svo oft bestur því erum við ekkert að flækja hlutina hér. Hágæða hráefni ráða ríkjum og fá að njóta sín í botn.

Ég nota alltaf pizzasósuna frá Mutti en mér finnst hún lang besta pizzasósan. Ég vinn einungis með vörum sem mér virkilega líkar og mæli 100% með, en mér finnst samt alveg gaman að taka það fram að ég var að nota Mutti pizzasósuna löngu áður en ég byrjaði að vinna með þessu vörumerki. Stundum kynnist ég góðum vörum í gegnum vinnuna mína, en stundum byrja ég að vinna með vörum sem ég hef notað lengi. Ég mæli svo mikið með að þú smakkir Mutti pizzasósuna næst, hún fæst krydduð til dæmis í Krónunni en ókrydduð í Bónus.

Mér finnst rosa gott að breyta til stundum og setja ferskan mozzarella í kúlu á pizzunar, osturinn verður þéttari á pizzunni og svakalega bragðgóður. Gott pepperóní er skilyrði á góða pepperónípizzu og notaði ég pepperóníið frá SS.

Pizzan var svo toppuð með fersku basil sem mér finnst algjörlega ómissandi en að mínu mati er valkvæmt að nota hvítlauksolíu, manninum mínum finnst það æðislegt en stundum truflar hún mig.

Heimabökuð pepperónípizza með ferskum mozzarella og basil

Heimabökuð pepperónípizza með ferskum mozzarella og basil

Heimabökuð pepperónípizza með ferskum mozzarella og basil

Heimabökuð pepperónípizza með ferskum mozzarella og basil

Heimabökuð pepperónípizza með ferskum mozzarella og basil

 • Pizzadeig (uppskrift hér fyrir neðan eða keypt tilbúið)
 • Mutti Pizzasósa aromatica
 • U.þ.b. 1 1/2 stk mozzarellakúlur (180 g)
 • SS pepperóní
 • 1/4 Rauðlaukur
 • Sveppir
 • Fersk basil
 • Hvítlauksolía (má sleppa)

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum eða pizzaofninum ef þið eigið slíkan. Venjulegur ofn ætti að vera stilltur á 260°C, undir og yfir hita en pizzaofn þarf að vera búinn að ná 400°C.
 2. Fletjið út pizzadeigið. Mér finnst deigið koma best út með því að teygja það rólega í sundur en þú getur líka notað kökukefli. Ef þið notið venjulegan ofn, setjið þá deigið á smjörpappír en ef þið notið pizzaofn þá setjiði vel af hveiti á borðið áður en þið setjið deigið á borðið.
 3. Setjið vel af pizzasósu á botninn.
 4. Skerið mozzarella kúlurnar í sneiðar og dreifið yfir pizzabotninn.
 5. Skerið rauðlaukinn og sveppina smátt niður og dreifuð yfir.
 6. Raðið pepperóníinu yfir pizzuna og bakið hana þar til botninn er bakaður í gegn og kantarnir aðeins byrjaðir að brúnast (ef þið eldbakið pizzuna þá verða kantanir stundum aðeins meira bakaðir sumstaðar eins og hjá mér, en það er í topplagi og bragðast bara betur ef eitthvað er)
 7. Dreifið fersku basil yfir pizzuna og hvítlauksolíu ef þið viljið.

Pizzadeig

 • 125 ml volgt vatn
 • 2 msk olífu olía
 • 3 1/2 dl hveiti
 • 1 tsk þurrger
 • 1 tsk salt

Aðferð:

 1. Setjiði gerið út í vatnið og hrærið saman.
 2. Blandiði hveiti og salt saman í skál.
 3. Hellið gerblöndunni út í hveitið með hrærivélina í gangi.
 4. Bætið ólífu olíunni útí og hnoðið saman þangað til gott pizzadeig hefur myndast, það á ekki að vera of klístað en auðvelt að hnoða það.
 5. Leyfið deiginu að hefast í a.m.k 1 klst.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5