Piparosta túnfiskasalat
Hefur þú prófað að rífa piparost út í túnfiskasalatið þitt? Það er svo gott!
Trixið er að rífa ostinn svolítið gróft niður, það gefur bestu áferðina.
Túnfiskasalat með piparosti
- 1 dós túnfiskur
- 3 egg
- ¼ laukur
- 3 msk majónes
- ¾ rifinn piparostur frá Örnu Mjólkurvörum
- ¼ tsk hvítlaukskrydd
- ¼ tsk pipar
- ¼ tsk salt
- ¼ tsk paprikukrydd
Aðferð:
- Harðsjóðið eggin (u.þ.b. 10 mín). Kælið eggin þegar þau eru orðin harðsoðin.
- Skerið laukinn smátt niður.
- Hellið olíunni af túnfisknum og rífið hann í sundur, setjið í skál ásamt lauknum.
- Rífið piparostinn gróft niður og bætið út í skálina ásamt majónesi og kryddunum.
- Skerið eggin niður og bætið út í salatið.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: