Linda Ben

Piparosta túnfiskasalat

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Piparosta túnfiskasalat

Hefur þú prófað að rífa piparost út í túnfiskasalatið þitt? Það er svo gott!

Trixið er að rífa ostinn svolítið gróft niður, það gefur bestu áferðina.

Piparosta túnfiskasalat

Piparosta túnfiskasalat

Piparosta túnfiskasalat

Piparosta túnfiskasalat

Piparosta túnfiskasalat

Túnfiskasalat með piparosti

  • 1 dós túnfiskur
  • 3 egg
  • ¼ laukur
  • 3 msk majónes
  • ¾ rifinn piparostur frá Örnu Mjólkurvörum
  • ¼ tsk hvítlaukskrydd
  • ¼ tsk pipar
  • ¼ tsk salt
  • ¼ tsk paprikukrydd

Aðferð:

  1. Harðsjóðið eggin (u.þ.b. 10 mín). Kælið eggin þegar þau eru orðin harðsoðin.
  2. Skerið laukinn smátt niður.
  3. Hellið olíunni af túnfisknum og rífið hann í sundur, setjið í skál ásamt lauknum.
  4. Rífið piparostinn gróft niður og bætið út í skálina ásamt majónesi og kryddunum.
  5. Skerið eggin niður og bætið út í salatið.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Piparosta túnfiskasalat

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5