Hér höfum við alveg pottþétta pestó pizzu sem þú átt alveg örugglega eftir að elska! Hún er svo rosalega bragðgóð og djúsí, hún er líka alveg vegan.
Pottþétt pestó pizza (vegan)
- Pizzadeig (ég nota þessa uppskrift eða kaupi tilbúið súrdeigspizzadeig)
- Tómata pestó frá Sacla (vegan)
- Rifinn ostur (vegan eða venjulegur, eftir því hvað hentar þér)
- Sveppir
- Rauðlaukur
- Svartar ólífur
- Hvítlauksolía
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 230°C, undir og yfir.
- Fletjið út pizzadeigið og setjið vel af rauða pestóinu yfir.
- Dreifið rifna ostinum yfir, skerið sveppina, rauðlaukinn og ólífurnar í sneiðar, dreifið yfir pizzuna.
- Bakið pizzuna inn í ofni þar til osturinn er bráðnaður og endarnir eru orðnir gullnir.
- Setjið vel af hvítlauksolíu yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: