Linda Ben

Hvítlauks pestó pizza

Recipe by
2 klst og 30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Sacla

Hvítlauks pestó pizza.

Gómsæt hvítlauks pestó pizza, afskaplega einföld og úr góðum hráefnum. Hvítlauks pestó frá Sacla, bræddur ferskur mozzarella, bakaðir tómatar og hvítlauksolía.

Þessi uppskrift miðast við tvær þunnbotna pizzur sem er u.þ.þ 25-30 cm í þvermál. Ef þið viljið hafa pizzuna stærri og þykkari þá sleppiði því að skipta deiginu í tvennt og gerið einn botn.

hvítlauks pestó pizza

hvítlauks pestó pizza

hvítlauks pestó pizza

hvítlauks pestó pizza

Hvítlauks pestó pizza

 • 330 g hveiti
 • 1 ½ tsk ger
 • 1 tsk sykur
 • ¼ tsk salt
 • 2 ½ dl volgt vatn
 • 300 g ferskur mozzarella
 • 1 krukka Sacla Pesto með hvítlauk
 • 3 tómatar
 • Sacla hvítlauksolía
 • Gróft sjávarsalt
 • Þurrkað chili krydd

Aðferð:

 1. Setjið hveiti, ger, sykur og salt saman í skál, bætið hveitinu út í og blandið saman. Hellið vatninu út í og hnoðið deigið. Deigið á að mynda fallega kúlu.
 2. Leggið hreint viskastykki yfir og látið deigið hefast í u.þ.b. 2 klst við stofuhita.
 3. Kveikið á ofninum, stillið á 220°C og undir hita.
 4. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið deigin út.
 5. Smyrjið botnana með pestóinu, u.þ.b. 1 ½ msk á hvorn botninn. Raðið mozzarella yfir, u.þ.b. 150 g á hvorn botninn, skerið tómatana niður og dreifið þeim. Bakið einn botn í einu, u.þ.b. 10 mín hvor.
 6. Hellið hvítlauksolíu yfir þegar pizzan er komin út úr ofninum, sáldrið örlitlu sjávarsalti yfir og þurrkuðu chili kryddi.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

hvítlauks pestó pizza

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5