Þessar fersku og góðu snittur eru dásamlega góðar, henta vel sem léttur forréttur eða á veisluborði með örðum veitingum.
Snittur með mascapone osti og berjum
Hráefni:
- Súrdeigs Baguette brauð
- Mascapone ostur
- Hindber
- Bláber
- Jarðaber
- Basil
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
- Skerið brauðið í sneiðar, raðið sneiðunum á ofngrind og bakið í 2 mín á hvorri hlið svo það verði létt ristað.
- Smyrjið hverja sneið með frekar þykku lagi af mascapone osti.
- Skerið jarðaberin niður í bita, raðið á brauðsneiðarnar ásamt bláberjum, hindberjum og basil.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: