Steik og franskar með trufflu bernaise sósu er réttur sem þú munt elska!
Ég man alltaf eftir því þegar ég smakkaði þennan rétt í fyrsta skipti, ég og maðurinn minn vorum að ferðast um London, eftir mikið túristabrölt og búðarráp var ferðinni heitið inn í Harrods. Við vorum orðin ansi svöng og fórum inn í mathöllina þar, það var svo ótrúlega skemmtileg stemming þar inni. Allt var yfir troðið af fólki, en við fundum okkur sæti á steikarstað innst inn í horninu í mathöllinni (man því miður ekki nafnið). Sætin voru alveg upp við eldhúsið á veitingarstaðnum sem var pínu lítill, þetta var svona eins og lítill bar. Við völdum okkur hvernig steik við vildum og kokkurinn skar þær niður fyrir framan okkur og grillaði þær. Steikurnar voru bornar fram með frönskum og trufflu bernaise sósu.
Ástæðan fyrir því að þetta er mér svona ótrúlega minnistætt er að þarna lærði ég að elska það að borða steik. Ég var vön því að fá alltaf grillaða kartöflu og kalda grillsósu með steik sem jújú var allt í lagi, en hreinskilnislega fannst mér margt annað betra.
Á þessum veitingastað í London fannst mér það fyrst smá skrítið að það væru bornar franskar með steikinni, en eftir fyrsta bitann skyldi ég það!
Síðan þá hef ég alltaf borðað franskar með minni steik og hef ég komist að því að það skiptir ekki síður máli hvaða franskar það eru. Ég hef komist að því að mér finnst Cavendish franskarnar bestar. Restaurant style Drive-thru fries frá Cavendish eru þessi fullkomna blanda af stökku að utan og mjúku að innan, síðast en ekki síst eru þær einstaklega bragðgóðar og fallegar á disk.
En þá að aðal atriðinu, steikinni sjálfri, en mér finnst alltaf gott að grilla rib eye. Rib eye steikurnar frá Danish Crown eru ferskar, virkilega bragðgóðar og alltaf hægt að treysta 110% á gæðin.
Danish Crown fæst til dæmis í Nettó og Cavendish fæst í Krónunni og á fjölmörgum veitingarstöðum.
Steik og franskar með trufflu bernaise sósu
- 2 x 250 g Danish Crown Rib eye steik
- Cavendish franskar Restaurant style
- Salt og pipar
- Trufflu bernaise sósa
Aðferð:
- Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “steik og franskar” highlights.
- Takið steikurnar út úr kæli a.m.k. 2 klst fyrir eldun.
- Kveikið á grillinu og leyfið því að hitna vel.
- Kveikið á ofninum, stillið á 230°C og undir+yfir hita.
- Piprið steikurnar vel á báðum hliðum, magn eftir smekk.
- Því næst er sósan útbúin (uppskrift hér fyrir neðan)
- Grillið hverja steik á báðum hliðum, þar til kjarnhiti nær 57ºC (tími fer eftir hita á grillinu en þumalputtareglan er 4-6 mín i hvorri hlið í heildina) Mikilvægt er að fylgjast vel með kjötinu, snúa reglulega, passa að sjálfsögðu að það brenni ekki. Eftir að steikurnar koma af grillinu, leyfið þeim að standa í 10 mín við stofuhita, gott að setja álpappír yfir til að halda þeim heitum.
- Setjið frönskurnar inn í ofn og bakið í 10 mín eða þar til þær eru orðnar fallega gullin brúnar, stökkar að utan en mjúkar að innan.
- Saltið steikurnar og frönskurnar eftir smekk og berið fram með bernaise sósunni.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben