Linda Ben

Trufflu bernaise sósa

Recipe by
10 mín
| Servings: 2-3 manns

Trufflu bernaise sósa sem er afskaplega einföld og afar bragðgóð!

Það er einfaldara en margir halda að búa til bernaise sósu, en að mínu mati mikla það alltof margir fyrir sér að búa til sína eigin sósu. Trixið er einfaldlega að þeyta eggjarauðurnar vel þar til þær eru orðnar léttar, ljósar og mynda borða. Hella þá smjörinu rólega út í með hrærivélina/þeytarann í gangi þannig allt blandast saman, krydda svo eftir smekk. Til þess að gera trufflu bernaise sósu þá bætir maður einfadlega trufflu olíu og trufflu salti út í, afskaplega einfalt.

Truffle bernaise sósa

Truffle bernaise sósa

Trufflu Bernaise sósa

 • 4 eggjarauður
 • 400 g brætt smjör
 • 2-3 tsk bearnaise essens (magn eftir smekk)
 • ½ tsk truffle olía (fæst í flestum betri stórmörkuðum)
 • u.þ.b. 2 tsk estragon (magn eftir smekk)
 • Pipar (magn eftir smekk)
 • Salt

Aðferð

 1. Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “steik og franskar” highlights.
 2. Brjótið eggin og aðskilja eggjahvítu og eggjarauður.
 3. Bræðið smjörið á vægum hita.
 4. Þeytið eggjarauðurnar varlega í nokkra stund í hrærivél/rafmagnsþeytara þar til þær eru orðnar léttar, ljósar og mynda borða. (takið þeytarann upp reglulega og teiknið 8 snögglega með því sem lekur af þeytaranum ofan í skálinni. Ef það tekst að teikna áttu og hún sést greinilega í örfáar sek. þá eru eggjarauðurnar tilbúnar).
 5. Hellið smjörinu út í eggjarauðurnar í lítilli bunu með þeytarann rólega í gangi.
 6. Setjið bearnaise essens út í sósuna og hrærið saman, bætið því næst estragon út í og hrærið saman.
 7. Bætið trufflu olíu út í og hrærið saman.
 8. Saltið og piprið sósuna eftir smekk. Gott að byrja á litlum skammti og auka svo eftir smekk.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5