Linda Ben

Steinaldarbrauð úr fræjum og hnetum

Recipe by
1 klst og 10 mín
Cook: Unnið í samstafi við Ísamstarfi við Muna

Steinaldarbrauð úr fræjum og hnetum er virkilega hollt og gott brauð. Það inniheldur ekkert hveiti, ekkert ger, engan sykur og engar mjólkurvörur.

Brauðið er ríkt af trefjum, alveg glúteinlaust og alveg laust við öll aukaefni.

Ég alveg elska svona fræ og hnetubrauð, hef lengi keypt það til að borða með hummus og eggjum í hádeginu, en langaði að þróa mína eigin uppskrift af þessu brauði til að losna alveg við aukaefnin. Þessi uppskrift er því búin að vera í þróun í smá tíma.

Ég er loksins 100% ánægð með útkomuna af brauðinu og þykir svo gaman að deila henni með ykkur.

Uppskriftin er ótrúlega einföld en maður smellir eggjum, fræjum, hnetum og salti saman í skál og hrærir. Hellir svo öllu í brauðform og bakar í klukkutíma. Það ætti að vera á flestra færi að gera þessa uppskrift.

Mér finnst gott að baka brauðið og skera það svo allt niður í sneiðar. Ég set svo nokkrar sneiðar saman í poka og smelli öllu saman í frysti. Ég tek svo brauðsneiðar úr frysti eftir þörfum.

Ég vona innilega að þessi uppskrift eigi eftir að koma ykkur að góðum notum.

Fyrir áhugasama þá nota ég þessa uppskrift af hummus.

Steinaldarbrauð úr fræjum og hnetum

Steinaldarbrauð úr fræjum og hnetum

Steinaldarbrauð úr fræjum og hnetum

Steinaldarbrauð úr fræjum og hnetum

  • 6 egg
  • 2 dl hörfræ frá Muna
  • 2 dl graskersfræ frá Muna
  • 2 dl sólblómafræ frá Muna
  • 2 dl sesamfræ frá Muna
  • 300 g hnetublanda frá Muna
  • 1 tsk salt

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 160°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið eggin, fræin, hneturnar og salt saman í skál og hrærið öllu vel saman.
  3. Setjið smjörpappír í 10×25 cm (eða sambærilega stórt) brauðform, hellið blöndunni ofan í formið. Bakið í 1 klst.
  4. Kælið brauðið og skerið í sneiðar með mjög beittum hníf.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Steinaldarbrauð úr fræjum og hnetum

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5