Linda Ben

Rauðrófu hummus 

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Rauðrófu hummus er mikil ofurfæða og eitthvað sem við ættum helst öll að borða. Kjúklingabaunirnar eru prótein og trefjaríkar, rauðrófurnar hafa hreinsandi áhrif á líkamann og tahini afskaplega andoxunarefnaríkt.

Ég fæ mér voða mikið hummus sem millimál. Mér finnst æðislegt að borða hann með Finn Crisp snakki sem er einnig mjög trefjaríkt og gott. Ég er rosalega hrifin af nýju salt&pipar bragðtegundinni og er jafnvel á því að mér finnist hún best af þeim öllum, allavega er ég með algjört æði fyrir henni núna. Ert þú búin/n að smakka?

Rauðrófu hummus 

Rauðrófu hummus 

Rauðrófu hummus 

Rauðrófu hummus

 • 300 g niðursoðnar kjúklingabaunir
 • 1 msk tahini
 • 1 soðin rauðrófa
 • 1/2 msk hunang
 • 1/2 tsk salt
 • Safi úr 1 sítrónu
 • 2-3 msk extra virgin ólífu olía
 • Vatn eftir þörf
 • Finn Crisp snakk með salti&pipar

Aðferð:

 1. Setjið öll innihaldsefnin saman í blandara og blandið þar til orðið að mjúku mauki, setjið vatnið í 1 msk í einu eftir þörfum.
 2. Berið fram með Salt&pipar Finn Crisp snakki

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Rauðrófu hummus 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5