Linda Ben

Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu

Recipe by
6 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Siríus

Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu.

Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að prófa nýjar uppskriftir og sjá viðbrögðin hjá þeim sem smakka. Yfirleitt eru þau góð og er fólkið í kringum mig orðið þaulvanir smakkarar sem gefa mér hreinskilið álit til baka. Það er nefninlega það mikilvægasta hlutverk smakkarans að vera gagnrýninn svo ég viti hvort ég þurfi að breyta uppskriftinni eða hvort hún sé tilbúin fyrir opinberingu.

Viðbrögðin sem ég fékk við þessari köku voru stórmerkileg en ég náði í fyrsta skipti í langan tíma að sjokkera fólkið með henni en þeim fannst hún einfaldlega eitthvað annað góð!

Stökkur botninn, sölt karamellan og súkkulaði fudge toppað með ferskum hindberjum. Fudge lagið er útbúið úr suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Siríus. Saman myndar þetta algjöra súkkulaði og karamellu sælu sem “sendir mann í annan heim”, ef ég vitna í ein viðbrögðin sem ég fékk að heyra frá einum smakkaranum.

Ég vil þó ekki segja of mikið um þessa köku því ég vil að hún komi þér einnig á óvart, ég hvet þig því sterklega til að prófa þessa. Hún er einföld í framkvæmd og kallar ekki á neinn bakstur í bakaraofni. Það er líka snilld að útbúa þessa köku daginn áður, þannig verður hún best.

Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu

Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu

Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu

Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu

Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu

Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu

  • Hálf uppskrift Salt karamella (saltið mjög lítið)
  • 200 g Digestives kex (eða annað hafrakex)
  • 2 msk Síríus kakóduft
  • 70 g smjör
  • 340 g suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
  • 250 ml rjómi
  • 40 g smjör
  • 200 g hindber
  • Kökuskrautsflögur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa söltu karamelluna samkvæmt leiðbeiningum hér, passið að minnka saltið í uppskriftinni.
  2. Myljið kexið í matvinnsluvél, bætið kakóinu út í og hrærið saman. Bræðið smjörið og blandið saman við.
  3. Smyrjið hliðarnar á 22 cm smelluformi og klæðið með smjörpappír (a.t.h. ekki nota botninn af smelluforminu) Setjið hringinn á kökudisk, athugið að kökudiskurinn þarf að komast fyrir í ísskáp.
  4. Þrýstið kexblöndunni ofan í hringinn á kökudiskinum, setjið kexið upp með fram hliðunum þannig að kexið nái 3 cm upp. Setjið botninn inn í frysti í 10 mín.
  5. Hellið hálfri uppskrift af söltu karamellunni ofan á botninn og dreifið út henni yfir allan botninn. Setjið inn í ísskáp.
  6. Setjið rjómann og smjör í pott, hitið að suðu, passið að smjörið sé allt bráðnað.
  7. Brjótið niður súkkulaðið í hitaþolna skál, hellið rjómablöndunni yfir og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og falleg súkkulaðisósa hefur myndast. Hellið blöndunni yfir botninn, passið að súkkulaðið fari ekki upp yfir kex kantana. Setjið inn í ísskáp og kælið í 4-5 klst eða lengur (gott að gera daginn áður og geyma yfir nótt).
  8. Skreytið með ferskum hindberjum og kökuskrauts flögum sem líkist salti (má einnig skreyta með blómum en þá þarf að taka þau af áður en kakan er borðuð).

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Súkkulaði fudge kaka með saltri karamellu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5