Þessa söltu karamellu hef ég gert ótal oft og haft með hinum ýmsu eftiréttum. Ég get með sanni sagt að þetta er besta salt karamella sem ég hef nokkurntímann smakkað!
Þú getur ráðið hvort karamellan sé stíf eða lin eftir því hversu lengi þú sýður hana þegar hún er tilbúin. Ef borða á salt karamelluna eintóma þá er betra að sjóða hana lengur en styttra ef nota á hana sem sósu.
Innihald:
- 200 g sykur
- 100 g smjör
- 1 dl rjómi
- 1 tsk salt
Aðferð:
- Sykurinn er bræddur í stórum potti við lágan hita.
- Smjörið er skorið í 6 bita og einn biti settur út í sykurinn í einu og hrært vel á milli, lækkið hitann.
- Rjómanum er hellt út á sykurblönduna í litlum skömmtum og hrært vel á milli.
- Setjið saltið út í karamelluna og hrærið vel.
- Ef óskað er eftir mjúkri karamellu sósu er karamellan tekin af hellunni en ef karamellan á að vera stíf þá er hún látin sjóða í 2 mín.
Ég elska að sjá réttina sem þið gerið með uppskriftunum mínum og
því hvet ég ykkur til að merkja mig á myndunum ykkar @lindaben
Category: